top of page

Af hverju G Suite For Education?

G Suite For Education er Ritvinnslupakki (Skjöl, glærur og Dálkar) sem vinna á netinu.

Engin Þörf er að ná í Forrit heldur er allt unnið í vafra.

 

Google Apps eykur aðgang nemenda að gögnunum sínum, alltaf nýjust uppfærslur, allir nemendur fá ótakmarkað gagnamagn á Drifinu (Google Drive), Margir geta unnið í sama skjali í einu sem eykur samvinnufærni nemenda og einfaldar kennurum utanumhald um verkefni og vinnu nemenda.

 

Einnig getum við deilt skjölum og verkefnum nemenda á einfaldan hátt með foreldrum og gefið Þeim Þar með aukið tækifæri til Þess að fylgjast með námi barnsins.

Nokkrir punktar:

Fyrir nám og kennslu:

  • Google Classroom utanumhald um verkefni nemenda.

  • Hægt að fylgjast með vinnu nemenda og skrifa athugasemdir og/eða breytt.

  • Aldrei að smella vista, gerist sjálfkrafa sem einfaldar vinnuna fyrir nemendur.

  • Nemendur geta notað röddina til þess að skrifa í skjöl (raddinnsláttur).

  • Kannanir í Google Forms.

  • Kennarar geta fylgst með ferlinu og skoðað breytingarferil og hve mikið hver nemandi vann í skjalinu.

  • Viðbætur gera okkur kleift að velja hvað hentar hverjum og einum.

    • OpenDyslexic font

    • Flubaroo

    • Goobrics

    • Extensis fonts

    • Easy bib (heimildaskráning)

    • autoCrat (svipað og mailmerge í Office)

 

Aðgengi:

  • Nemendur og starfsmenn geta unnið í og nálgast gögnin sín hvar sem er í hvaða tæki sem er, tölvu, síma, spjaldtölvu.

  • Tveggja fasa innskráning sem eykur öryggi.

    • Kerfisstjóri fær tölvupóst ef grunsamlegar innskráningar eiga sér stað t.d. ef innskráning á sér stað í tveimur löndum á svipuðum tíma.

  • Lifandi skjöl á heimasíðu en ekki pdf útgáfur.

  • Ekki lengur viðhengi í tölvupóstum með mismunandi útgáfum og einn að vinna í einu.

  • Krakkarnir geta unnið í verkefnum utan skóla sem eykur nám þeirra.

  • Stýrum sjálf.

    • Minna flækjustig. Ekki þörf á að hafa kerfisstjóra til að sjá um að setja upp Office-pakka, stilla Outlook eða þess háttar.  

    • Breytum sjálf lykilorðum

    • Við höfum umsjón með lykilorð nemenda og allir starfsmenn sem hafa aðgang geta breytt þeim þegar þau gleymast.

    • Við búum til notendurna sjálf. Hægt að fjölskrá notendur.

    • Við búum til og höldum utan um hópana (Google Groups) og getum bætt í og tekið út eftir því hvað hentar.

 

Samvinna:

  • Möppur, deila skjölum, vinna saman í rauntíma.

  • Vinna á sama tíma í sama skjali.

  • Samvinna við heimilin. Getum gefið foreldrum aðgang til að skoða skjöl/möppur barna sinna.

  • Spjallgluggar fyrir rafræn samskipti um nám innan skjals.

 

Chromebook​

  • Færanlegar.

  • Nemendur geta unnið hvar sem er.

  • Raddinnsláttur.

  • Hægt að vinna ‘offline’.

  • Betri vinnuaðstaða fyrir nemendur en borðtölvur bjóða uppá.

  • Hver sem er (sem er með gmail eða Google apps aðgang) geta skráð sig á sitt eigið heimasvæði.

 

Annað:

  • Tölvupóstur á sama stað innan Google.

  • Google groups þar sem deilt/eða sendur er póstur á hóp.

  • Ótakmarkað gagnamagn á Google Drive (eina takmarkið er að stök skrá má ekki vera stærri en 5TB).

  • Uppfærist sjálfkrafa.

  • Google Apps for Education kostar ekkert fyrir skóla.

bottom of page