top of page

Smelltu á það sem þú vilt finna.

Innleiðingarskjöl

Viðtal við IHÓ

Rannsóknir

G Suite

G Suite for Education og Apple ID

Öllum nemendum og kennurum býðst aðgangur að geymslusvæði fyrir gögn í Google skýjaumhverfi. Auk þess verða netföng sett upp á spjaldtölvum nemenda og kennara. Önnur hugbúnaðarkaup verða gerð eftir þörfum, hvort sem er fyrir alla notendur, einstaka skóla eða samkvæmt óskum einstakra kennara. Slík hugbúnaðarkaup verða nemendum og foreldrum að kostnaðarlausu. Nemandinn mun geta sett hugbúnað að eigin vali inn á tækið með Apple-auðkenni sínu en athugið að allur kostnaður sem til fellur vegna slíks er á ábyrgð nemanda eða forráðamanna. Þá ber að hafa í huga að námsefni hefur forgang ef til þess kemur að tækin fyllist af efni.

Til að geta notað iPad-spjaldtölvur þurfa allir nemendur að eiga svokallað Apple-auðkenni (AppleID). Þetta auðkenni gefur nemanda kost á að nálgast ókeypis hugbúnað í App Store, sem er hugbúnaðarverslun Apple og er aðgengileg beint úr spjaldtölvunni. Auðkennið gerir nemanda einnig kleift að vista og deila gögnum með kennurum og öðrum nemendum, veitir aðgang að dagatali og öðrum skipulagsforritum, virkjar staðsetningarbúnað spjaldtölvunnar og ýmislegt fleira.

Foreldrar sem það vilja geta leyft nemendum að nálgast keyptan hugbúnað í App Store, en það á einungis við um forrit til persónulegra nota. Skagafjörður útvegar allan hugbúnað sem nemandi þarf að nota í námi sínu.

Foreldrar geta einnig stýrt notkun nemenda á spjaldtölvunum með stillingum sem geta takmarkað aðgang að neti, myndavél og ákveðnum samfélagsmiðlum. Foreldrar geta fengið leiðsögn um hvernig þetta er gert hjá umsjónarmanni spjaldtölvuverkefnisins í Skagafirði

bottom of page