top of page

Nokkrar rannsóknir og greinar:

8 STUDIES SHOW IPADS IN THE CLASSROOM IMPROVE EDUCATION

How an iPad is a More Powerful Content-Creation Device Than a Laptop.

Myndbönd:

Árið 2010 setti Evrópusambandið sér stefnu til ársins 2020 til að bæta hagvöxt í ríkjum sambandsins. Menntun er einn af þeim þáttum sem eru hluti af þessari áætlun og í henni felst að það þurfi að gera grundvallar breytingar á menntun til að Evrópa geti verið samkeppnishæf og sigrast á efnahagslegum erfiðleikum. Nýsköpun í menntun og þjálfun er þar lykilatriði og er það mat helstu menntunarfræðinga og hagsmunaaðila að upplýsingatækni sé lykilþáttur til að ná settum markmiðum.

Með þetta að leiðarljósi gerði Evrópska skólanetið European Schoolnet ítarlega skoðun á 31 innleiðingarstefnu í 19 Evrópulöndum þar sem 1:1 kennsluhættir (ein tölva á hvern nemanda) í 47 þúsund skólum voru skoðaðir sérstaklega og gefin út skýrsla  í kjölfarið.

Af hverju Apple (iOS) fyrir nemendur en ekki mörg gjörólík tæki?

  1. Há gæðaviðmið á tækjunum, lág bilanatíðni, sterk og endingargóð tæki.​

  2. Ekki munur á tækjum eftir efnahag (Skóli án aðgreiningar/e. equity of access).

  3. Notendavænustu tækin á markaðnum.

  4. Nemendur og starfsfólk geta leitað aðstoðar hverjir hjá öðrum.

  5. AirDrop og iBooks.

  6. Samræmdar lausnir, kaup á forritum og einfaldara utanumhald.

  7. Rafhlöður sem endast heilan vinnudag.

  8. 3ja ára uppfærsla á stýrikerfi á einfaldan hátt.

  9. Einfalt að tengjast skjávarpa/sjónvarpi þráðlaust (Apple TV)

  10. Gæði borgar sig alltaf til lengri tíma (total cost of ownership).

  11. Mikill stuðningur, öpp og lausnir fyrir skólaumhverfið og starfsfólk.

bottom of page